Meðal annars er rætt við starfsmenn stöðvarinnar í dag:
Stefán Halldórsson og �?ðinn Kristjánsson eru einu starfsmenn viðhaldsdeildar Vinnslustöðvarinnar í dag en sú stefnubreyting varð fyrir nokkrum misserum að fyrirtækið kaupir út þjónustu frá iðnaðarmönnum í bænum í stað þess að vera með þá á launaskrá. En það þarf að halda hlutunum við og sjá um reglubundið eftirlit og hafa þeir �?ðinn og Stefán séð um það.
Við hittum á Stefán í portinu í Vinnslustöðinni þar sem hann var að hamast við að laga færiband. �?�?g byrjaði að vinna í Vinnslustöðinni skattleysisárið. �?tli það séu ekki sautján eða átján ár síðan,�? sagði Stefán og bætti við að á þeim tíma hafi hann séð mörg tækin fara inn í Vinnslustöðina og önnur út.
�?�?að hafa verið miklar breytingar á tækjabúnaðinum hérna á þessum árum. �?tli mestu breytingarnar hafi ekki orðið þegar Sighvatur Bjarnason, yngri, var framkvæmdastjóri. �?á komu flæðilínurnar og það voru um hundrað manns í vinnu upp í sal.�?
Hann sagði niðursveifluna í kjölfarið hafa verið erfiðan tíma fyrir Vinnslustöðina. �?�?að var rosalegur tími, þá var allt sent erlendis og selt fyrir slikk. �?etta voru erfiðir tímar en svo hefur líka verið mjög gaman að fylgjast með gengi fyrirtækisins í dag,�? sagði Stefán og var fljótur að taka upp léttara hjal.
�?�?að er mjög góður andi í fyrirtækinu.�?
Starfsvið þeirra félaga er fjölbreytt en að mestu eru þeir í fyrirbyggjandi viðhaldi. �?Við förum yfir hlutina og vitum hvað þarf að gera og svo er það bara klárað. �?g er að mestu í fiskvinnsluvélunum og �?ðinn í frystitækjunum en svo vinnum við þetta í sameiningu.�?
�?eirra hlutverk er því að koma í veg fyrir að tækin stoppi frekar en að bíða eftir því og stökkva þá til. �?að veltur mikið á þeim félögum og því mikilvægt að kunna vel á nýjustu tækni í þessum efnum.
�?�?að hafa verið miklar tæknibreytingar í fiskvinnslu á síðustu árum en það hefur gengið mjög vel hjá okkur að aðlagast þeirri nýju tækni sem komið hefur og ég er handviss um að tækninni eigi eftir að fleyta enn frekar fram. Við verðum að halda okkur við og leita upplýsinga víða. �?að er bara partur af okkar starfi,�? sagði Stefán og að lokum var hann spurður hvort Vinnslustöðin væri góður vinnustaður? �?Já, engin spurning. �?etta er mjög góður vinnustaður og manni leiðist aldrei í vinnunni.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst