Enski bakvörðurinn James Hurst, sem lék við góðan orðstír hjá ÍBV síðasta sumar, lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir enska úrvalsdeildarliðið West Bromwich Albion (WBA). Liðið sótti þá Fulham heim á Craven Cottage en steinlá 3:0. Þetta er í annað sinn sem Hurst er í byrjunarliðinu en hann lék með liði sínu í deildarbikarnum í desember og fékk góða einkunn fyrir þann leik.