Þau voru heldur betur jákvæð og góð tíðindin, daginn sem tilkynnt var að Eimskip, stórt og öflugt fyrirtæki væri reiðubúið að setja stórfé í íþrótta og æskulýðsstarf í Vestmannaeyjum. Fyrir lægi samningur sem tryggði barna og unglingastarfi ÍBV-íþróttafélags á annann tug milljóna á fimm árum. Svona fréttir eru því miður ekki daglegt brauð. Mjög líklegt er að baki ákvörðunar fyrirtækisins liggi sú staðreynd að það rekur umsvifamikil viðskipti í Eyjum og stjórnendur velviljaðir samfélaginu. Því tilvalið að þakka fyrir sig og veita styrk til þess starfs sem Eyjamenn eru hvað stoltastir af, íþróttunum.