�??Fyrsta �?jóðhátíðin var haldin sunnudaginn 2. ágúst árið 1874 í Herjólfsdal. �?á mættu í Dalinn um 400 manns um hádegisbilið, reistu tjöld við suðurhlið tjarnarinnar og hlóðu veisluborð úr torfi og grjóti vestan við tjaldbúðirnar. �?að sjást enn leifar af því nálægt hringtorginu. Tjöldin og Herjólfsdys voru prýdd fánum og borðum.�??
�?annig segir á Heimaslóð um fyrstu þjóðhátíð Vestmannaeyja en áður höfðu verið haldnar ýmsar hátíðir í Herjólfsdal. �?jóðhátíðin hefur breyst og þróast í samræmi við nýjar kröfur á nýjum tímum en grunnurinn er alltaf sá sami, að Eyjamenn og gestir á öllum aldri koma saman í Dalnum til að hafa gaman. Um þessa fyrstu þjóðhátíð segir á Heimaslóð: �??Borðað var vel og kaffi drukkið, og upp frá því hófst dansleikur undir berum himni með söngi og tralli, sem stóð fram undir miðnæti. �?lvun var að sögn viðstaddra lítil, og allt fór vel fram.�?? �?annig viljum við hafa þessa hátíð sem er okkur Eyjamönnum svo kær.
Eyjafréttir fengu nokkra til segja hvað þjóðhátíðin stendur fyrir í þeirra huga. Brást fólk vel við.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir: Undirbúningurinn og aðdragandinn stór þáttur

�?jóðhátíð er einn stærsti viðburðurinn á hverju ári í minni fjölskyldu. Mikill tími og undirbúningur fer í að gera helgina sem eftirminnilegasta og segi ég gjarnan að hefðbundin fjölskylda í Vestmannaeyjum sem tekur fullan þátt í gleðinni leggur meira á sig en hinn hefðbundni Íslendingur gerir fyrir hver jól. Baksturinn, skreytingar og innréttingar í tjaldið, rétti klæðnaðurinn í Dalinn fyrir öll möguleg veðurskilyrði, innkaup og annar undirbúningur svo fátt eitt sé nefnt. Í fyrra tók vinkonuhópurinn minn upp á því að söðla um á ljósvakamiðlum fyrir hátíðina og stöndum við fyrir útvarpsþættinum Snareðlunni á þjóðhátíðarútvarpinu. Gufunni sem er mjög skemmtilegt verkefni en sérstaklega var óskað eftir liðsinni kvenna í fyrra og ákváðum við að svara kallinu. Eiginmaðurinn og bræður hans taka einnig virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd brennunnar á föstudeginum og eru fjölskyldumeðlimir að sjálfsögðu stoltir af því.
Hápunktarnir margir
�?jóðhátíðin hefst auðvitað óformlega með tjaldamerkingu á miðvikudeginum sem er orðin ein ef eftirlætishefðunum mínum við þjóðhátíðina. Fimmtudagskvöldið er líka orðin árleg hefð hjá kvenfólkinu í fjölskyldunni, en eftir að tjaldið hefur verið sett upp, gjarnan á Lundaholum, og búið er að mæta á Vita- og mylluvígsluna hefur skreytingarnefnd tjaldsins störf og er önnur eins vandvirkni vandfundin og hjá þeim hópi. Veðrið skiptir auðvitað gífurlegu máli og segi ég oft að ef við fáum að setja hátíðina í sæmilegu veðri þá er ég nokkuð sátt enda setningin, prúðbúna fólkið og veisluborðið einn af stóru hápunktunum. Brennan er auðvitað annar hápunktur en svo slær auðvitað ekkert við augnablikinu eftir brekkusönginn þegar Dalurinn er lýstur upp af rauðum bjarma en það er eitthvað ofboðslega fallegt og rómantískt í því augnabliki og mæli ég með því við hvern sem er að prófa að standa í Brekkunni og halda á blysi.
Foreldrahlutverkið veitir nýja upplifun af þjóðhátíð
Eftir að maður varð foreldri fór maður svo að njóta hátíðarinnar á nýjan máta með því að fylgjast með gleði barnanna við fjölbreytta barnadagskrá og ómældar kökur og sætindi sem jafnan eru ekki á boðstólunum. Sonurinn hefur tekið þátt í söngvakeppni barna og stefnir á það aftur í ár ásamt því að taka í fyrsta skipti þátt í kassabílarallinu og hefur mikill tími farið í það hjá feðgunum að útbúa eitt stykki kagga. �?annig fór maður að taka virkan þátt í mun stærri hluta hátíðarinnar enda þreytan eftir helgina eftir því, en vissulega vel þess virði.
Frágangurinn líka hluti af skemmtuninni
Í lok hverrar þjóðhátíðar hefur skapast ákveðin hefð við frágang hennar í fjölskyldunni minni, hún byrjar á því að þeir sem eru enn ekki farnir heim úr tjaldinu snemma á mánudagsmorgni koma þar við, taka eins vel til og hægt er og gefa svöngum þjóðhátíðargestum gjarnan restarnar af bakkelsinu úr tjaldinu, en að því loknu er svo mætt á mjög svo formlega setningarathöfn næstu þjóðhátíðar. �?væntasta gleðin við þjóðhátíðina verður þó gjarnan á heimgöngunni, sérstaklega á mánudagsmorgninum eftir vel heppnaða þjóðhátíð í blíðskaparveðri, þegar sólin er komin upp og allir með bros á vör en við slíkar aðstæður er vel hægt að leysa allar heimsins deilur.
Smári McCarthy: Árshátíð mannsandans
.jpg)
�?tihátíðir eru tækifæri til að fagna tilverunni og gleðjast með gömlum vinum og nýjum. �?ær næra sálina. �?að er líklega fátt jafn mikilvægt fyrir samfélög og að fagna reglulega í öllum sínum fjölbreytileika. Í Vestmannaeyjum kunna menn heldur betur að fagna.
Hver hátíð hefur sinn brag, en allir sem hafa þurft að útskýra þjóðhátíð fyrir útlendingi skilja hversu erfitt er að lýsa í stuttu máli um hvað þjóðhátíð snýst. �??Er þetta tónlistarhátíð?�?? Nei, ekki beint, en það eru tónleikar og fjölmargir mæta með gítar eða einhver önnur hljóðfæri.
�??Nú, allt í lagi. Er þetta þá, hvað, íþróttaviðburður?�?? Nei, en það eru alveg íþróttir og leikir sko. �??Er þetta þá einhverskonar fyllerí eins og októberfest?�?��?? Nei, nei, en margir fá sér örlítið í aðra litlu tánna. �??Hvað er þetta þá?�??
Eitt svarið er sögulegt: �?jóðhátíð er upprunalega hátíð til að fagna landnámi Íslands, og þeirri sögu og menningu sem við eigum hér sameiginlega. Að fagna því að þrátt fyrir að búa í hrjóstugu landi þar sem veðrátta er oft hörð og náttúran fyrirgefur fá afglöp, þá lifir mannsandinn góðu lífi og styrkist með hverju árinu. �?að er merkilegt tilefni til hátíðar.
En annað svarið er menningarlegt: �?jóðhátíð er sín eigin ástæða. Eyjamenn og aðrir koma saman árlega því að allt annað væri út í hött. Gömul lög og ný eru sungin, sögur sagðar; fólk borðar og sumblar og allt annað mannlegt gerist.
�?að er nefnilega þannig að þótt við búum til tylliástæður til að halda þjóðhátíð eins og gert var 1874 þegar Eyjamenn komust ekki í land til að taka þátt í hátíðarhöldunum á �?ingvöllum sökum veðurs, þá er alltaf ástæða til að fagna. Arfleið þjóðhátíðar hófst nefnilega rúmlega tveimur áratugum fyrr, 1859, þegar Pétur Bryde fór með sitt starfsfólk í Herjólfsdal til að halda nokkurskonar árshátíð. Ekkert tilefni er nauðsynlegt, í raun, annað en til að fagna.
Ásmundur Friðriksson: Bekkjarbílar, sót og blautir kossar
.jpg)
Fyrir 6 ára peyja sem bjó í Stakkholti við ómalbikaða Vestmannabrautina var óravegur inn í Herjólfsdal árið 1962. �?á voru fáir bílar í Eyjum og það leið oft langur tími á milli þess sem ég kom inn í Herjólfsdal. Stundum vikur og mánuðir. Undirbúningur þjóðhátíðarinnar var því í nokkrum fjarska nema hvað við peyjarnir fréttum af strákum undir stjórn Sigga Reim vera að safna í þjóðhátíðarbrennuna í skjóli nætur og smíðavinna var í fullum gagni frá byrjun júní í Dalnum. Aðal vinnan var við smíði á stóra og litla sviðið og girðinguna í kringum pallana en í þá daga var ekki rukkað í Dalinn heldur greiddi fólk aðgangseyri að danspöllunum.
Haukur á Reykjum var leigubílstjóri í Eyjum í gamla daga og seinna vörubílstjóri. Hann gerði út bekkjarbíl í áratugi og ég man þegar hann bakkaði vörubílnum inn í sundið á milli Reykja og Breiðholts og hófst handa við að byggja trégrind á vörubílspallinn sem hann klæddi með segli að þá var komið að því. �?etta var merkið okkar barnanna í miðbænum um að �?jóðhátíðin væri á næstu grösum og ég hlakkaði óskaplega til að komast í fyrstu ferðina í Dalinn með Hauki í bekkjarbílnum.
Beðið eftir flottasta bílnum
Stoppustöðin okkar var við Samkomuhúsið, ég stóð þar í tröppunum og beið með öndina í hálsinum eftir því hvaða bíll kæmi en þeir voru misfínir en allir vildu í flottasta bílinn með flestar ljósaséríurnar og stærsta hátalarann sem úr glumdi tónlist eins og tómri tunnu. Loks þegar bekkjarbíll stöðvaði við Samkomuhúsið fór eitthvað af fólki af bílnum og við biðum á meðan spennt eftir því að komast að tröppunum upp í bílinn. Pústið frá díselvélinni lá undir pallinum og reykurinn fyllti umhverfið og stóð beint framaní andlitið á okkur meðan við stigum upp eina og eina tröppu.
Okkur sortnaði fyrir augum og við hóstuðum svörtum reyknum út um munninn á leið upp tröppurnar sem gat tekið tíma þegar margir vildu um borð í einu en rukkarinn var ekki alltaf klár í plús og frádráttar reikningi og var því seinn að gefa til baka. Á þessum árum var engin krafa um að menn væru góðir í reikningi sem rukkuðu í bekkjarbíla og Evrópusambandið ekki til og ekki búið að finna upp að aðeins stærðfræðingar sem kunnu plús og mínus og margföldunartöfluna afturábak og áfram mættu rukka í bekkjarbíla.
En allir lifðu þetta af og enginn setti það fyrir sig að þurfa að gleypa slatta af koltvísýringi ofan í lungun, því þá var enginn búinn að finna upp orð eins og mengaður útblástur eða kolefnisjöfnun og ekki hefur frést af neinum sem hafði látið þessi orð sér um munn fara á þessum árum. �?að pældi enginn í því að það væri hættulegt að draga að sér andann og fylla lungun af koltvísýringi eða gúanóreyk. �?etta var ókeypis á þessum árum og þá lét það enginn fram hjá sér fara og svo reyktu allir sem vettlingi gátu valdið sígarettur eða pípu og púuðu ómenguðum reyknum yfir okkur og enginn var skilinn útundan sem betur fer.
Með Mikka mús skólatösku
Innréttingin í bekkjarbílnum voru bekkir með báðum hliðum og eftir loftinu var rör sem hægt var að halda sér í þegar bekkirnir voru fullsetnir. Að aftan var girt með rörum og hliði sem lokað var með keðju, þá var stigi niður á götu sem tekinn var upp þegar bekkjarbíllinn var á ferð. Við hliðið sat rukkarinn með Mikka mús skólatösku um hálsinn fyrir peningana, hann bar ábyrgð á því að rukka farþegana og að bíllinn stoppaði þar sem farþegar vildu fara af bílnum á leið í bæinn.
Rukkarinn notaði dyrabjöllu sem hringdi hjá bílstjóranum þegar hann átti að stöðva bílinn. Oft brást bílstjórinn hratt við og stoppaði bílinn snögglega með þeim afleiðingum að það brakaði og brast í grindinni og farþegarnir hentust í eina kös innst í á pallinum og við peyjarnir lágum í kremju með allt liðið ofaná okkur. Vodkablöndurnar helltust úr flöskunum og sígarettur-nar brotnuðu í túlanum á körlunum og glóðirnar duttu yfir okkur peyjana og brenndu gat á fötin okkar. �?að var einkennilegt að vera lítill farþegi í bekkjarbíl.
Oft sat ég með uppglennt augun og horfði á fólkið sem gat verið svo kátt að því héldu engin bönd, það söng hátt og sló um sig. Gaf okkur peyjunum pening eða nammi sem líka var af skornum skammti á þessum árum nema á þjóðhátíð og jólum. Bekkjarbíllinn var heill heimur út af fyrir sig og mörg leikritin hægt að skrifa um upplifunin á að sitja þar margar ferðir á dag og sjá lífið frá þeim vinkli sem gat verið skrautlegt. Merkilegt að banna og taka út slíkan menningarþátt sem hófst með því að fyrstu bílarnir sem komu til Eyja um 1920 fluttu fólk á palli inn í Herjólfsdal og aldrei hef ég heyrt af slysum tengdum flutningi fólks í bekkjarbíl.
Fram og til baka
�?g man að við peyjarnir fórum stundum margar ferðir fram og til baka í Dalinn með bekkjarbílnum slíkur var spenningurinn enda bílferðir ekki algengar hjá flestum okkar á þeim árum. Mér fannst gaman að sitja aftast og sjá húsin líða hjá á leið bílsins um götur bæjarins inn með Hásteini og í Herjólfsdal.
�?á var hægt að fylgjast með körlum sem voru svo niðursokknir í samræðum eða metingi um hvor væri sterkari eða hvor hefði fiskað meira. �?á fóru þeir fleiri en einn hring og kannski fleiri en tvo til að ná niðurstöðu í rifrildið og voru hvort eð er ekki klárir á því hvar þeir voru eða hvar í sólahringnum þeir voru staddir.
�?eir héldu svo hvor í hönd hins niður stigann af pallinum til að lifa ferðina af og héldu síðan utanum hvorn annan þegar niður var komið og sungu ættjarðarsöngva af list. Og ekki skemmdi stemningin fyrir í bekkjarbílnum þegar farið var með okkur í háttinn eftir brennuna á föstudagskvöldinu.
Sungið hástöfum
Oftar en ekki var sungið hástöfum gömul þjóðhátíðarlög af fólki sem sneisafyllti bekkjarbílinn á leið með börnin í svefninn og til að fylla á brúsana fyrir nóttina. �?eir sem héldu sér í rörið í loftinu á grindinni áttu oft fullt í fangi með að halda jafnvægi bæði vegna aksturslags bílstjórans sem ók eftir holóttum vegum í bænum en þá voru engar götur malbikaðar eða kannski vegna þess að þeir voru aðeins búnir að fá sér í forlestina og því jafnvægið lakara, en söngröddin þeim mun mýkri og hærri. Oft sáum við ungt fólki í faðmlögum og blautum kossum fremst í bílnum sem við skildum ekki hvað lægi á að komast heim.
�?að tróð sér framyfir alla þegar bíllinn stoppaði og hljóp í næsta hús með brækurnar á hælunum haldandi hönd í hönd. �?að var ekki fyrr en mörgum árum seinna að hvolpavitið fór að gera vart við sig að við áttuðum okkar á hvað þessi innilegu faðmlög og flýtir á að komast í húsaskjól þýddi. �?jóðhátíðin er hátíð margra minninga og sem betur fer eru þær allar góðar í mínum huga. Við eigum að halda í gamla og góða siði við undirbúning þjóðhátíðar og á hátíðinni sjálfri. �?ar eru bekkjarbílar órjúfanlegur hluti þeirrar stemningar.
Elliði Vignisson: Gleðistund okkar Eyjamanna
Í mínum huga er þjóðhátíðin gleðistund okkar Eyjamanna þar sem öllum er boðið að taka þátt á okkar forsendum.
Stund þar sem við minnumst þeirra róta sem við erum sprottin af í gegnum tónlist, mat og hverskonar hefð. Stund sem við verjum með fjölskyldum okkar og vinum í umhverfi sem heldur utan um okkur og hvetur.
�?jóðhátíðin er einstök menningarhátíð og samfélagagslegt mikilvægi hennar er ótvírætt. Hún er að mörgu leyti andlit okkar út á við og við eigum að standa saman um að í hvert einasta skipti sé hún okkur öllum til sóma.
Stefán Jónasson: Hátíð í dásamlegu umhverfi
Fyrst og fremst er þetta hátíð fyrir okkur Eyjamenn og gesti okkar sem vilja taka þátt í þessu með okkur. Hátíðin er samvera fyrir fjölskyldur, ættingja og vini. Hátíðin þjappar líka saman íþróttastarfinu hér í Eyjum þar sem íþróttahreyfingin ber hitann og þungann af hátíðinni með sínum frábæru sjálfboðaliðum.
�?etta er hátíð í dásamlegu umhverfi þar sem Herjólfsdalur skapar umgjörðina. �?ú ert alltaf að eignast nýja og nýja nágranna í tjaldbúðunum, fólk sem maður hittir ekki annars. Kvölddagskráin er einsdæmi í heiminum með brennunni á Fjósakletti, flugeldasýningunni, brekkusöngnum og blysunum.
�?að eru forréttindi að fá að vera þarna og taka þátt í gleðinni. Allt er þetta mjög myndarlegt fólk sem við erum að fá hingað sem er tilbúið að taka þátt í gleðinni með okkur.
�?að eru samt vonbrigði að þurfa að horfa á eftir bekkjarbílunum sem voru hluti af sjarmanum. Allar breytingar á þjóðhátíð hafa verið til góðs nema þessi.