Kæru Vestmannaeyingar. Mig langar að kynna mig en ég heiti Hlynur Guðlaugsson og er sonur Guðlaugs prentara, sem oft er kenndur við hljómsveitina Loga og Birnu Ólafsdóttur frá Hjálmholti, stundum kennd við apótekið. Þessa setningu hef ég oft þurft að segja þegar fólk spyr mig hverra manna ég sé. Ég telst til brottfluttra Vestmannaeyinga þó svo ég hafi ekki búið nema rétt fyrstu ár ævinnar í Eyjum. En í vegabréfinu mínu stendur að fæðingarstaður minn sé Vestmannaeyjar og því fylgir ákveðinn kaleikur, heiður og ábyrgð.