Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það lá fyrir þarf Sjúkrahúsið á Akureyri að hagræða um sextíu og níu milljónir. Heilsugæslan í Grindavík er skorin niður um tuttugu og fimm milljónir, Heilbrigðisstofnun Austurlands um sjötíu og eina milljón og Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki um sextíu og tvær komma átta milljónir. Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er gert að skera niður um fjörutíu milljónir og gert er ráð fyrir að niðurskurður fjárveitinga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands nemi um hundrað sextíu og fimm milljónum.