Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum síðustu viku enda mikill fjöldi fólks í bænum. Aðstoða þurfti fólk vegna ölvunarástands og nokkrar kvartanir bárust lögreglu vegna ónæðis frá ölvuðu fólki. Enginn þurfti þó að gista fangageymslu vegna ölvunarástands. Einn aðili var kærður fyrr brot á lögreglusamþykkt þar sem hann var að losa þvag utaní hurð á verslun í miðbænum.