Ekki hefur enn verið haldinn aðalfundur í Sparisjóði Vestmannaeyja fyrir árið 2009. Aðalfundir hafa til þessa verið haldnir fyrri part árs en stofnfjáreigendur fengu á dögunum bréf þess efnis að fundi hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Áður hafði verið ákveðið að aðalfundur myndi fara fram í síðasta lagi í ágústmánuði sem leið.