„Vegna óhapps Herjólfs í innsiglingu sigldi Baldur um tíma milli lands og Eyja. Er það í annað skipti frá opnun Landeyjahafnar, en í fyrrahaust leysti Baldur af um 5 vikna skeið á meðan Herjólfur var í slipp. Þá var enn mikill efnisburður vegna eldgossins í Eyjafjallajökli en þó þurfti aldrei að fella niður ferðir Baldurs vegna dýpis. Afleysingarnar hafa þvert á móti sýnt að með hentugra skipi ganga siglingar í Landeyjahöfn vel,“ segir í frétt frá Siglingastofnun í morgun.