Fylkismenn hafa náð samkomulagi við enska knattspyrnumanninn Ian Jeffs um að ganga til liðs við Árbæjarliðið. Jeffs er samningsbundinn sænska úrvalsdeildarliðinu Örebro og á eitt ár eftir af þeim samningi en Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að samningaviðræður við Örebro um að losa Jeffs undan samningi væru langt komnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst