Ian Jeffs mun spila með knattspyrnuliði ÍBV að nýju næsta sumar. Samningur þess efnis verður undirritaður í dag klukkan 17:00 á Hótel Cabin en um er að ræða samning út næsta tímabil. Jeffs er samningslaus og því þurfa Eyjamenn ekki að greiða krónu fyrir að fá miðjumanninn snjalla aftur í sínar herbúðir. Ian Jeffs kom fyrst til Eyja frá enska félaginu Crewe fyrir sumarið 2003 og lék með Eyjamönnum næstu þrjú árin áður en hann reyndi fyrir sér hjá Örebrö í Svíþjóð. Þar var hann í rúmt ár þar til hann sneri aftur til ÍBV mitt sumarið 2007.