Boðað er til íbúafundar föstudaginn 6. júní n.k. kl. 18 fyrir íbúa jarðskjálftasvæðanna á Suðurlandi sem eru af erlendum uppruna. Fundurinnverður haldinn í Vallaskóla, Sólvöllum, á Selfossi, í austurrými.
Á fundinum munu verða túlkar sem túlka á pólsku, ensku og litháísku.
Atvinnurekendur eru hvattir til að láta boð um fundinn berast á meðal starfsmanna sem ekki tala íslensku.
Þjónustumiðstöð vegna jarðskjálfta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst