�?að er Gísli Gíslason hjá Landmótun sem hefur unnið tillögur með hreppsnefnd fyrrum Villingaholtshrepps og síðar með sveitarstjórn Flóahrepps og mun hann kynna þær á fundinum ásamt sveitarstjórn.
Aðalskipulag Hraungerðishrepps var staðfest 2006 og aðalskipulag í Gaulverjabæjarhreppi var staðfest 2005. Vegna vinnu við aðalskipulag Villingaholtshrepps þarf að gera breytingar á þeim til að samræma ýmis atriði.
Reiknað er með að þegar vinnu við aðalskipulag Villingaholtshrepps hefur verið lokið verði farið í vinnu við að sameina aðalskipulag gömlu hreppanna þriggja í eitt.
Stokkseyri/Björn Ingi Bjarnason
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst