Íbúum fjölgar í Eyjum
25. apríl, 2024
leikvollur_born_krakkar_IMG_2413
4662 íbúar eru skráðir með lögheimili í Eyjum í dag. Eyjar.net/TMS

„Í íbúaskránni hjá okkur eru alls 4662 íbúar skráðir.“ segir starfsmaður Vestmannaeyjabæjar aðspurður um íbúatölur í bæjarfélaginu í gær.

Síðast þegar Eyjar.net kannaði íbúafjöldann í byrjun árs voru íbúar í Vestmannaeyjum hins vegar 4626 talsins og hefur því fjölgað um 36 í bænum á um þremur og hálfum mánuði.

Ekki verið fleiri í 28 ár

Það er því ljóst að Eyjamenn hafa ekki verið fleiri í 28 ár, eða allt frá árinu 1996 þegar íbúar í Eyjum voru 4749. Flestir voru íbúarnir í Eyjum fyrir gos, en þá bjuggu yfir 5000 manns í sveitarfélaginu. En frá árinu 2007 til ársins 2022 voru íbúar frá rúmlega 4000 upp í u.þ.b. 4300 manns. Árin þar á undan má sjá í töflu hér að neðan.

Íbúafjöldi í Vestmannaeyjum frá 1900 til 2006

 
Ár: Fjöldi íbúa:
1900 um 500
1918 2.033
1925 3.184
1950 3.726
1960 4.675
1965 5.023
1970 5.179
1971 5.231
1972 5.179
1973 4.892
1974 4.369
1975 4.421
1976 4.568
1978 4.634
1980 4.727
1982 4.657
1984 4.789
1986 4.785
1988 4.737
1989 4.814
1990 4.913
1991 4.923
1992 4.867
1993 4.883
1994 4.888
1995 4.804
1996 4.749
1997 4.640
1998 4.594
1999 4.581
2000 4.527
2001 4.436
2002 4.426
2003 4.344
2004 4.215
2005 4.180
2006 (1. mars) 4.173

Heimild/heimaslod.is

https://eyjar.net/ibuum-faekkad-fra-i-haust/

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst