ÍBV sótti Breiðablik heim í dag en fyrir leikinn höfðu Blikar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og sigruðu þær leikinn 3-0. Blikar byrjuðu leikinn betur og voru komnir í 1-0 á 19. mínútu með marki frá Aldísi Köru Lúðvíksdóttur. Blikar juku forskot sitt í 2-0 þegar um hálftími var liðin af leiknum og þannig var staðan í hálfleik. ÍBV komst í ágæt færi en náðu ekki að nýta þau nógu vel. Blikar gerðu svo endanlega út um leikinn þegar skammt var eftir af leiknum og lokatölur 3-0.
ÍBV endar því í fimmta sæti Pepsí deildarinnar í ár með 25 stig.