ÍBV og Fylkir mætast í Pepsi-deild kvenna í dag kl. 16:00. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á morgun en var flýtt vegna slæmrar veðurspár. Um er að ræða síðasta heimleik liðsins þetta tímabilið og því um að gera að mæta á völlinn og hvetja liðið til dáða.