ÍBV og KR mætast í lokaumferð Bestu-deildar karla klukkan 14:00 á morgun, sunnudaginn 3. september. Ísfélagið býður öllum á leikinn sem fer fram á Hásteinsvelli.
Þetta er síðasti leikurinn á 22 leikja móti og eftir daginn á morgun mun mótið skiptast í efri og neðri hluta. Eyjamenn eru í fallsæti með 18 stig. Með sigri og ef Fram eða Fylkir vinna ekki sinn leik þá gætu Eyjamenn komist upp úr.
Lið KR situr í 6. sæti deildarinnar með 31 stig og verður að fá sigur eða jafntefli til þess að tryggja sig í efri hlutann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst