ÍBV hefur fengið tvo unga leikmenn en það eru þeir Aron Gauti �?skarsson sem er fæddur 1996 og er örfhent skytta. Aron kemur til ÍBV að láni frá HK út tímabilið. Hinn er Bjarki Rúnar Sigurðsson og er fæddur 1997, hann er markmaður. Bjarki kemur að láni frá Haukum út tímabilið. �?að er mikill hvalreki að fá þessa leikmenn til ÍBV, þeir eru báðir gjaldgengir með öðrum flokk og munu spila sína fyrstu leiki um helgina hér heima á móti Val kl. 12.30