Úkraínska liðið Dunbas var ekki mikil fyrirstaða fyrir Eyjamenn í seinni leiknum í gær og eru þar með komnir í þriðju umferð Evrópubikars karla í handknattleik. Í hálfleik var staðan 22:8 og lokatölur 45:20. Í fyrri leiknum voru lokatöliur 36:28 þannig að 33 mörk skildu liðin að í þessum tveimur leikjum.
Mörk ÍBV skoruðu: Svanur Páll Vilhjálmsson 6, Gabríel Martínez Róbertsson 6, Arnór Viðarsson 6, Sveinn Jose Rivera 6, Breki Þór Óðinsson 4, Elmar Erlingsson 4, Dánjal Ragnarsson 3, Ívar Bessi Viðarsson 3, Rúnar Kárason 2, Dagur Arnarsson 2, Janus Dam Djurhuus 2, Kári Kristján Kristjánsson 1.
Mynd: Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst