Meistaraflokkur kvenna hjá ÍBV hefur fengið til liðs við sig spænska línumanninn Asun Batista. Asun hefur undanfarin ár spilað í spænsku deildinni en auk þess að spila hefðbundin handbolta þá spilar hún strandhanbolta og er heimsmeistari með Spáni í strandhandbolta. Asun spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í gær á móti Fjölni, hún átti flottan leik og skoraði þrjú mörk.