ÍBV hefur leik í Pepsi-deild kvenna í dag þegar Selfoss-stelpur koma í heimsókn á Hásteinsvöll. Leiknum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hann hefst klukkan 18:00.
Stelpurnar hafa átt mjög gott undirbúningstímabil þar sem þær hafa sigrað Stjörnuna og Breiðablik t.a.m. Væntingarnar eru því miklar til sumarsins hjá ÍBV og held ég að ég geti lofað mörkum á Hásteinsvelli í dag.
Endilega fjölmennum á völlinn og styðjum við þessar efnilegu stelpur sem við eigum.