ÍBV í úrslit Fótbolta.net mótsins
23. janúar, 2016
ÍBV mætir KR í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins eftir góðan sigur á Víkingi �?lafsvík í Akraneshöllinni, 4-2. ÍBV komst í 2-0 með mörkum frá Mikkel Maigaard Jakobsen á 16 og 20 mínútu leiksins. Víkingur �?lafsvík náði þó að minnka muninn á 41. mínútu en Avni Pepa bæti við þriðja marki ÍBV rétt áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Daninn Mikkel Jakobsen var svo aftur á ferðinni á 74. mínútu og skoraði þriðja mark sitt. Víkingur �?lafsvík náði aðeins að klóra í bakkann á 82. mínútu en lengra komust þeir ekki og lokatölur 4-2. ÍBV endar því í fyrsta sæti riðilsins með sjö stig og vinnur Stjörnuna sem lýkur keppni í öðru sæti á markatölu.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst