Í 20 ára sögu ÍBV íþróttafélags er margs að minnast. Í annál félagsins má sjá að félagið er í sjálfu sér stórveldi á íþróttasviðinu, ekki síst í ljósi þess að íbúar Vestmannaeyja eru aðeins 4300 talsins. Í meistaraflokkunum hefur félagið landað 33 titlum, Íslands-, bikar-, Lengju-, Fótbolta.net-, Futsal- og meistarar meistaranna. �?ar af 7 Íslandsmeistaratitlum í efstu deildum handbolta og fótbolta. Í tilefni afmælisins er verið að leita að myndum af meisturum félagsins frá upphafi. �?eir sem eiga myndir í fórum sínum geta haft samband við Dóru Björk framkvæmdastjóra í síma 481-2060 eða í netfangið dora@ibv.is.
Í yngri flokkunum hefur félagið eignast 24 Íslandsmeistaratitla í hinum ýmsu keppnum í handbolta og fótbolta og 6 bikarameistaratitla auk annarra titla í hinum ýmsu mótum. Samtals hefur ÍBV íþróttafélag hlotið 87 meistaratitla af ýmsum toga. �?á hefur félagið eignast landsliðsfólk í öllum landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, fleiri en tölu verður á komið og verið Vestmannaeyjum og félagi sínum til mikils sóma.
En titlar eru ekki allt, félagið hefur rekið gríðarlega umfangsmikið barna- og unglingastarf í handbolta og fótbolta, þar sem allir eru velkomnir. Tvö af stærstu knattspyrnumótum hvers árs á Íslandi eru haldin í Vestmannaeyjum á vegum félagsins, Orkumótið fyrir drengi og TM mótið fyrir stúlkur. �?á er á hverju hausti haldið í Eyjum stærsta handboltamót yngri flokkanna, Eyjablikksmótið.