Eyjakonur tryggðu sér sæti í þriðju umferð Evrópubikars kvenna með öruggum sigri á Ionais frá Grikklandi, 27:22 í Vestmannaeyjum í dag. Þær grísku unnu fyrri leikinn í gær, 21:20 sem var þeirra heimaleikur.
Hrafnhildur Hanna var markahæst í liði ÍBV með sex mörk en alls náðu átta leikmenn að skora í dag. Marta Wawrzynkowska í marki ÍBV hrökk heldur betur í gang í leiknum, varði 17 skot og þar af eitt víti á móti átta í gær.
Sigri fagnað í dag.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst