ÍBV með tvö af fallegustu mörkum sumarsins og bæði gegn KR
9. október, 2014
Jonathan Glenn, framherji ÍBV skoraði fallegasta mark sumarsins að mati sérfræðinga Pepsímarkanna, þáttar Stöðvar 2 Sport um íslenska karlafótboltann. Markið skoraði Glenn gegn KR á útivelli en markið var sérlega glæsilegt, bakfallsspyrna eftir langa sendingu fyrir markið og Glenn smellhitti boltann og þrumaði honum í hliðarnetið. �?ótt aðeins þrjú lið hafi skorað færri mörk en ÍBV í deildinni, þá á ÍBV tvö af fimm fallegustu mörkunum og svo skemmtilega vill til að bæði komu þau gegn KR. �?annig var mark Víðis gegn KR í Eyjum einnig á topp fimm en markið var gullfallegt þar sem Víðir hafði betur gegn fjölda varnarmanna KR, missti boltann en náði honum aftur af harðfylgi og negldi boltanum í markið, sláin inn af löngu færi. Klárlega næst fallegast mark sumarsins að mati þess sem þetta skrifar.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst