ÍBV sektað vegna hegðunar á­horf­enda
Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614
Stuðningsmenn ÍBV. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Aganefnd HSÍ hefur sektað handknattleiksdeild ÍBV vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins í Kaplakrika á dögunum.

Fram kemur í fundargerð aganefndar að erindi hafi borist frá framkvæmdastjóra HSÍ þar sem hegðun stuðningsmanna ÍBV í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla var vísað til aganefndar. Fram kemur að athugasemdir hafi borist frá ÍBV fyrir fundinn.

Svo segir:

„Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.
Með vísan til alls framangreinds, og mikilvægi íþróttamannslegrar háttsemi jafnt utan vallar sem innan, telur aganefnd að mál þetta varði sektum gagnvart handknattleiksdeild ÍBV. Telur aganefnd með hliðsjón af atvikum málsins að sú sekt sé hæfilega ákvörðuð að fjárhæð kr. 25.000,- vegna þessa.“

https://eyjar.net/hegdun-studningsmanna-ibv-visad-til-aganefndar/

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.