Sex ár í röð hafði karlalið ÍBV tapað sínum síðasta leik fyrir þjóðhátíð en þeirri þrautargöngu lauk í kvöld á Hásteinsvelli þegar ÍBV lagði FH að velli í Borgunarbika karla með einu marki gegn engu. �?ar með eru karlarnir komnir í bikarúrslitaleikinn sem verður 13. ágúst. Feta þeir í fótspor kvennanna því meistaraflokkur kvenna hafði áður tryggt sér sæti í bikarúrslitunum eftir sigur á �?ór/AK á Akueyri. Karlarnir mæta Val og konurnar Breiðabliki á Laugardalsvelli föstudaginn 12. ágúst.
Aðstæður á Hásteinsvelli voru eins góðar og hugsast getur og var í hugum Eyjamann góð upphitun fyrir þjóðhátíð sem hefst á morgun. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og sótt á báða bóga. Lítið var samt um færi fyrr en á 40. mínútu þegar Simon Smidt náði að skora fyrir Eyjamenn eftir aukaspyrnu. Hann átti svo aftur dauðafæri undir lok hálfleiksins en markmaður gestanna gerði vel að verja.
Gestirnir sóttu meira í seinni hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. Heimamenn voru nær því að skora í þrígang og markvörður ÍBV náði að verja þrumuskot af stuttu færi í lokin. Talsverð harka var í leiknum og uppskar hvort lið þrjú gul spjöld og einn FH-ingur fór að velli undir lok leiks eftir tvö gul spjöld.
�?að var sannkölluð þjóðhátíðarstemmning þegar flautað var til leiksloka og vonandi veit þetta á góða helgi.