Um helgina fór Meistaraflokkur kvenna ÍBV af stað með þessa myndá facebook síðunni sinni þar sem þær hvetja fjölmiðla til þess að leyfa ungum stelpum að fylgjast með fyrirmyndum sínum í gegnum fjölmiðla. Bergling Sigmarsdóttir stóð fyrir þessu framtaki. �?essi umræða hefur verið uppi um nokkurt skeið enda þörf. Eyjafréttir taka þessari hvatningu og ætla gera sitt allra besta til að vera með umfjallanir um alla íþróttaviðburði kvenna og karla eina og við höfum lagt okkur fram við.