ÍBV-stelpurnar áttu ótrúlega endurkomu í leik sínum gegn �?ór/KA á Hásteinsvelli í gær sem var sá síðasti í Pepsídeildinni þetta árið. Eftir 58 mínútur var staðan 3:0 fyrir gestina en lokamínúturnar voru Eyjastúlkna sem skoruðu mark á 84. mínútu, 89. mínútu og á 3. mínútu í uppbótartíma.
�?að var hin kanadíska Cloe Lacasse sem átti tvö fyrri mörk ÍBV og er þar með orðin þriðja markahæst í deildinni með 13 mörk. �?að var svo Natasha Anasi sem jafnaði metin á þriðju mínútu í uppbótartíma.
ÍBV endar í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig.