Okkar menn í meistaraflokki karla töpuðu á móti Fjölni 2-0, í frekar döprum leik á Fjölnisvelli í dag. Lítið var um að vera í fyrri hálfleiknum, en í seinni hálfleik skoraði Martin Lund Petersen bæði mörk Fjölnismanna, annað á 73. mínútu og annað á 83. mínútu. Frábær lokakafli Fjölnismanna reddaði þeim þrem stigum úr þessum leik og okkar menn koma heim með sárt ennið í þetta sinn.