Eyjastúlkur áttu aldrei möguleika gegn Fram í N1 deild kvenna en liðin áttust við fyrr í dag á heimavelli Framara. Heimaliðið vann með 24 marka mun, 41:17 en hálfleikstölur voru ansi óvenjulegar því þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði 19 mörkum á liðunum, staðan 22:3. Framliðið er ógnarsterkt í vetur en auk þess vantaði Renata Horvath í lið ÍBV en hún tók út leikbann í leiknum.