ÍBV var ekki í vandræðum með Hauka þegar liðin áttust við í 8. umferð N1 deildar kvenna. Lokatölur urðu 38:20 en í hálfleik var staðan 22:8. ÍBV komst í það minnsta tímabundið upp í þriðja sæti deildarinnar en þessa stundina eigast við í Kópavogi HK, sem var í þriðja sæti með tíu stig og FH og Stjarnan, sem er í fimmta sæti með átta stig sækir Gróttu heim. ÍBV, HK og Stjarnan eru um þessar mundir í mikilli baráttu um þriðja sætið.