ÍBV fær írskan mótherja í Evrópukeppninni í knattspyrnu
20. júní, 2011
Í morgun var dregið í forkeppni 1. umferðar Evrópukeppni UEFA. Mótherjar ÍBV verður írska knattspyrnuliðið Saint Patrick’s Athletic frá Dublin. Fyrri leikur ÍBV og Saint Patrick’s verður á Vodafone vellinum að Hlíðarenda fimmtudaginn 30. júní og sá síðari í Dublin á Írlandi fimmtudaginn 7. júlí.