ÍBV komst ekki í úrslitaleik Íslandsmótsins í Futsal en úrslitakeppnin fer fram á Álftanesi. Eyjamenn urðu efstir í sínum riðli og mættu Leikni/KB í 8-liða úrslitum. Þar höfðu Eyjamenn betur 13:2 og mættu Fjölni í undanúrslitum í dag. Á vefsíðu KSÍ segir að leikurinn hafi farið rólega af stað en Fjölnismenn hafi svo náðu yfirhöndinni með því að skora fjögur mörk á skömmum tíma í fyrri hálfleik og voru 5:2 yfir í hálfleik.