Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ólst upp í Kópavoginum og býr þar nú samkvæmt þjóðskrá. Það er því ekki vitað til þess að hún hafi einhver sérstök tengsl við Vestmannaeyjar. Þegar hringt er í ráðuneytið og viðkomandi er settur á bið heyrist samt reglulega spilað stuðningsmannalag ÍBV.