ÍBV sigraði Völsung frá Húsavík í dag í Valitor bikarkeppninni, 4-0. Leikið var á Hásteinsvelli. ÍBV var miklu sterkari og sigur þeirra síst of stór. Berglind Björk Þorvaldsdóttir skoraði 2 mörk, Hlíf Hauksdóttir skoraði eitt mark og það sama gerði Danka Padovac.