Í gær var haldinn aðalfundur ÍBV-íþróttafélags í Týsheimilinu. Meðal annars var samþykkt ályktun þar sem skorað er á bæjarstjórn að ganga til samninga við ÍBV-íþróttafélag um lausn á framtíðar áhorfendaaðstöðu við Hásteinsvöll. „Tryggt verði að ÍBV geti spilað heimaleiki sína á Hásteinsvelli hér eftir sem hingað til,“ segir í ályktuninni.