Körfuknattleikslið ÍBV tekur á móti Stál-úlfi í forkeppni Powerade bikarkeppninnar. Bæði lið leika í 2. deild Íslandsmótsins, í sitthvorum riðlinum að vísu en Stál-úlfur leikur sína heimaleiki í Kópavogi og eftir því sem næst er komist, er liðið að mestu skipa leikmönnum af erlendu bergi brotnu. Liðið hefur leikið þrjá leiki í A-riðli 2. deildar, unnið tvo og tapað einum.