Karlalið ÍBV tekur þátt í sterku æfingamóti í knattspyrnu í janúar og febrúar. Til þessa hafa Reykjavíkurfélögin fengið forskot á önnur lið þar sem Reykjavíkurmótið hefur alla jafna verið fyrsta mót vetrarins. Því ákváðu strákarnir á Fótbolta.net að setja upp mót með félögum utan Reykjavíkur. Það þarf hins vegar enginn að efast um að mótið er sterkt því þrjú efstu lið Pepsídeildarinnar 2010 eru í mótinu, Breiðablik, FH og auðvitað ÍBV.