
Það var fullt hús í Eldheimum í gærkvöldi þar sem opnuð var ný vefsíða, Stærsta björgun Íslandssögunnar – 1973 – Allir í bátana. Þar er að finna ótrúlegt magn upplýsinga sem Eyjamaðurinn Ingibergur Óskarsson hefur safnað saman síðustu 14 til 15 ár.

Grunnurinn er nöfn langflestra sem urðu að flýja Heimaey gosnóttina, 23. janúar 1973, rúmlega 5000 nöfn alls. Flestir fóru með bátum, einhverjir með flugi og einhverjir urðu eftir vegna vinnu sinnar. Þarf mikla þrautseigju og dugnað til að hafa upp á hverjum og einum og finna út hver fór með hvaða bát eða flugi og hverjir urðu eftir. Fyrir það var Ingibergur heiðraður.
Ómar Garðarsson ritstjóri kynnti verkefnið og Frosti Gíslason sem setti upp heimasíðuna sagði frá þeim möguleikum sem síðan býður upp á.

Gísli Pálsson.
Dr. Gísli Pálsson dró upp líkindi með Heimaey og hafnabænum Herculaneum á Ítalíu sem varð ösku að bráð þegar Vesúvíus gaus árið 79 fyrir Krist. Spurði hvort Heimaey og Herculaneum séu systrabæir? Og svarið er já Þó margt skilji að. Íbúafjöldinn var sá sami, báðir útgerðarbæir og þegar ógnin steðjaði að hélt fólk niður að höfn og haldið til hafs. Íbúar Vestmannaeyja björguðust en rannsóknir sýna margir fórust í Herculaneum.

Ásmundur Friðriksson, lýsti því þegar hann vaknaði gosnóttina, nýkominn með bílpróf og það fyrsta sem hann sá voru beljurnar á Kirkjubæ á leið í bæinn sem var einmitt nafnið á fyrirlestri hans. Hann fór með fjölskyldunni upp á land þar sem fyrsti viðkomustaður var skóli í Reykjavík. Allt í góðu þar til okkar maður uppgötvaði að hann var í stígvélum. Verra gat það ekki verið fyrir 17 ára peyja úr Vestmannaeyjum með ökuskírteini upp á vasann.

Að lokum var Ingibergur Óskarsson heiðraður af þeim Valmundi Valmundssyni, formanni Sjómannasambands Íslands og Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra.
Valmundur afhenti Ingibergi heiðursskjöld Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja sem á stendur: Vestmannaeyjum 23. janúar 2025 ,,Kæri Ingibergur Óskarsson, Sjómannadagsráð Vestmannaeyja þakkar þér fyrir ómetanlegt framlag þitt til verkefnisins 1973- allir í bátana. Lifðu heill.“
Íris sagði verk Ingibergs ómetanlegt fyrir Vestmannaeyjar í nútíð og framtíð og þakkaði öllum sem unnu að undirbúningi og gerð síðunnar, Stærsta björgun Íslanssögunnar – 1973 – Allir í bátana. Nældi hún silfurmerki Vestmannaeyja á Ingberg og færði honum myndarlegan blómvönd.
Sjálfur sagði Ingibergur, sem býr á fastalandinu. „Ég byrjaði árið 2016 að vinna að því að koma verkinu heim. Nú er það orðin staðreynd og fyrir það er ég óendanlega þakklátur,“ sagði Ingibergur.

Hér að neðan má sjá brot úr dagskrá gærdagsins – þann hluta þar sem Ingibergur er heiðraður. Fleiri upptökur frá dagskránni birtast svo næstu daga hér á síðunni. Halldór B. Halldórsson annaðist upptöku og myndvinnslu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.