Með kaupunum verður til ein öflugasta samstæða landsins í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Sameiginlega ráða félögin m.a. yfir um 20% loðnu- og norsk-íslenska síldarkvótans. Heildarúthlutun af uppsjávarfiski er miðað við núverandi úthlutun um 135.000 tonn. Með kaupunum skapast tækifæri til hagræðingar og eflingar á starfsemi félaganna bæði á �?órshöfn og í Vestmannaeyjum.
Í framhaldi af kaupunum var kosin ný stjórn í Hraðfrystistöð �?órshafnar hf. Hana skipa Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Guðbjörg Matthíasdóttir og �?órarinn Sigurðsson.
Fréttatilkynning.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst