Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar í síðustu viku, lá fyrir ósk Ísfélags Vestmannaeyja hf. vegna geymslulóðar á Kleifum austan upptökumannvirkja. Ráðið samþykkir að úthluta Ísfélagi Vestmannaeyja hf. 1760m2 geymslusvæði á Kleifum til tíu ára. Ráðið leggur ríka áherslu á að gengið verði frá svæðinu á snyrtilegan hátt og hluti svæðis verði girtur af.