„Nú er loðnuvertíðin komin í sjötta gír og framundan er hrognafrysting hjá Ísfélaginu. Það er þó ekki það eina fréttnæma en nýtt met var slegið hjá frystihúsi félagsins í Vestmannaeyjum þegar framleidd voru 5800 tonn af frystri loðnu, sem skiptist þannig að 4015 tonn voru hrognaloðna á Asíu og 1781 tonn blönduð loðna á markað í austur Evrópu. Þetta var framleitt á einungis15 dögum og mest magn fryst á einum degi voru tæp 500 tonn. Eldra met var 4400 tonn í fyrra“ segir á Fésbókarsíðu Ísfélagsins í dag.
„Útgerðin hefur einnig verið á fullum snúningi en skip félagsins eru búin að veiða um 24.000 tonn. Öll fjögur uppsjávarskip félagsins hafa verið á veiðum og skiptast á að landa í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn.
Meðfylgjandi mynd tók Finnsi á Sigurði VE þegar aflinn var sóttur rétt fyrir utan Eyjar um síðustu helgi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst