Ísfélagið missir allt að 40 prósent þorskkvótans strax í haust
8. júní, 2011
Í ályktun sem bæjarráð sendi frá sér á þriðjudaginn er dregin upp mjög dökk mynd af því sem getur gerst í Vestmannaeyjum verði frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða að lögum. Auk þess muni þau koma harkalega niður á allri íslensku þjóðinni þar sem arðbærni og þjóðhagslegri hagkvæmni sjávarútvegsins er varpað fyrir róða.