Í júní sl. auglýsti Vestmannaeyjabær eftir áhugasömum samstarfaðilum í fasteignaþróun á svæðinu. �?rír aðilar lýstu yfir áhuga á að taka þátt í verkefninu. Á fundi í umhverfis- og skipulagsnefnd kynnti skipulagsfulltrúi næstu skref í ferli uppbyggingar á Ísfélagsreit að Strandvegi 26, en skipuð hefur verið þriggja manna valnefnd.
Hana skipa Axel Hallkell Jóhannsson sýningarhönnuður, Pétur Jónsson arkitekt og Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður ráðsins.
Umhverfis -og skipulagsáð samþykkti valnefnd og fól skipulags-og byggingarfulltrúa framgang málsins í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða húsnæði Ísfélagsins sem snýr að Strandvegi.