Stærsti leikur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fer fram seinna í dag. Án nokkurs vafa verður áhorf á hann gríðarlegt. En það er alltaf gaman að horfa á svona leik í stórum hópi og deila gleðinni með fleirum.
Leikur Íslands og Englands verður sýndur beint á Háaloftinu og hægt verður að kaupa sér borgara að hætti Einsa og Gunna kalda. Gunni og hans starfsfólk ætla hinsvegar ekki að missa af leiknum frekar en ég og þú og því verður hægt að panta hamborgatilboðið til kl. 18.30. Húsið opnar kl. 16.45, enda byrjar upphitun í EM svítunni kl. 17.00 og því ekki seinna vænna að mæta og ná sér í alvöru sæti. Borða- og borgarapantanir eru hjá Tótu í síma 846-4086.
Borgari og kaldur á 2.900,- og borgari og gos á 2.500,-
�?etta gæti orðið ein stærsta stund í evrópskri knattspyrnusögu. Deildu henni með okkur 😉
ÁFRAM ÍSLAND �?? ÁFRAM ÍSLAND �?? ÁFRAM ÍSLAND