Ísland-Ítalía í dag kl. 16:00

Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 16:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 15:15.

Berglind Björg átti stórleik í fyrsta leik liðsins gegn Belgum á sunnudag, en sá leikur endaði með jafntefli 1-1. En til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum þurfa þær að vinna leikinn í dag gegn Ítalíu.

Við fengum þau til að spá fyrir um leikinn gegn Ítalíu í dag
Guðmunda og Viðar, foreldrar Elísu: 1-1 jafntefli
Sólveig og Þorvaldur, foreldrar Berglindar: 1-1 jafntefli
Hafliði Breiðfjörð eigandi Fótbolti.net: 2-1 fyrir ísland

Nú er orðið ljóst að þetta verður stór leikur fyrir bæði lið þar sem Ísland er með eitt stig og Ítalía ekkert, eftir tap gegn Frökkum.

Mest spennandi leikurinn
Margrét Lára hafði þetta að segja um leikinn í dag. Fyrir mitt leyti, ef við tölum um leikina í riðlinum, þá verður Ítalíuleikurinn mest spennandi. Úrslit í þeim leik munu skipta sköpum fyrir framhald Íslands á mótinu, held ég. Ítalía er knattspyrnuþjóð og kvennaboltinn þar í landi á mikilli siglingu. Verður krefjandi en gaman mæta þeim. 

Myndir eru frá Hafliða Breiðfjörð hjá Fotbolti.net

Berglind Björg fagnar markinu sínu þegar hún kom Íslandi 1-0 yfir gegn Belgum.
Elísa Viðarsdóttir kát í víkingaklappinu í lok leiks.

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.