Íslandsbanki gaf út í dag tilkynningu um afkomu fyrri árshelmings bankans árið 2015. Bankinn hagnaðist um tæpa 11 miljarða en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 14,7 milljarðar króna
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
Afkoma bankans á fyrri helmingi ársins var góð. Grunnreksturinn styrktist á tímabilinu sem endurspeglast í heilbrigðum vexti útlána og innlána, sem og í þóknanatekjum sem jukust um 13% milli ára. �?tlán jukust um 3% frá áramótum og er það í samræmi við áætlaðan hagvöxt á tímabilinu. Ánægjulegt var fyrir bankann að hljóta hærri einkunn í fjárfestingarflokki hjá bæði Fitch og S&P.
Launakostnaður stendur í stað og mun bankinn halda áfram að vinna að hagræðingaraðgerðum til kostnaðarlækkunar. Eiginfjárhlutfall bankans helst áfram sterkt sem og lausafjárstaða bankans. �?að er afar mikilvægt nú þegar við horfum fram á losun fjármagnshafta. Íslandsbanki gegnir þar mikilvægu hlutverki og vinnur að þeirri áætlun með eigendum sínum og stjórnvöldum. Stefnt er að töluverðri breytingu á efnahagsreikningi bankans með rammasamkomulagi sem gert var við Glitni.
Viðskiptavinir okkar kalla í auknum mæli eftir að geta stundað bankaviðskipti hvar og hvenær sem er og við leggjum áherslu á að koma til móts við þær óskir. Íslandsbanka Appið er í dag sú dreifileið sem er í mestum vexti og er í stöðugri þróun. �?að sem af er ári höfum við séð 43% aukningu virkra notenda og 37% notenda heimsækja appið að meðaltali einu sinni eða oftar á dag. Við höfum lagt áherslu á að bæta virkni Netbankans og kannanir sýna að viðskiptavinir okkar eru hvað ánægðastir meðal netbankanotenda.
Ný samfélagsskýrsla Íslandsbanka var birt í gær en skýrslan uppfyllir að fullu viðmið GRI. Í skýrslunni er farið yfir níu metnaðarfullar áherslur bankans í samfélagslegri ábyrgð. �?ær snúa að ábyrgum lánveitingum, ábyrgum fjárfestingum, ábyrgum innkaupum, samgöngum, jafnrétti, fræðslu, styrkjum bankans, öryggi viðskiptavina og að lokum góðum málefnum. Bankinn er stoltur samstarfsaðili Reykjavíkurmaraþonsins sem haldið var á dögunum þar sem 15.000 manns tóku þátt og söfnuðust 78 milljónir til góðra málefna.