ÍBV-íþróttafélag og Íslandsbanki skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning. Íslandsbanki hefur stutt myndarlega við bakið á ÍBV í gegnum árin sem einn af stærri styrktaraðilum félagsins og verður engin breyting þar á næstu árin. Samstarf ÍBV og Íslandsbanka hefur verið farsælt og ánægjulegt um langt skeið og er mikilvægt að halda samstarfinu áfram í að efla félagið í því mikla starfi sem fer fram innan þess.