Íslandsmótið í holukeppni, KPMG – bikarinn, fór fram í Vestmannaeyjum um helgina. �?ar sem 32 karlar og 16 konur tóku þátt. Eins og kom fram í Eyjafréttum í síðustu viku var ákveðið, vegna ástands nokkurra flata vallarins, að leika einungis á 13 af 18 holum vallarins. Á fyrstu stigum mótsins réðust leikirnir á 13 holum en í undanúrslitum sem og úrslitum voru leiknir tveir hringir eða 26 holur.
�?hætt er að segja að veðrið hafi spilað stóra rullu á mótinu en keppendur fengu allt frá roki og rigningu yfir í sól og blíðu. Kylfingarnir sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn létu þó hvorki holufjölda né úrhelli ekki slá sig út af laginu og Í karlaflokki bar Egill Ragnar Gunnarsson, frá GKG, sigurorð af Alfreð Brynjari Kristinssyni eftir að hafa haft forystu allan leikinn.
Í kvennaflokki áttust við þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Helga Kristín Einarsdóttur en báðar eru þær úr golfklúbbnum Keili. Eftir harða baráttu var það Guðrún Brá sem stóð uppi sem sigurvegari en hún hafði þriggja holu forskot þegar einungis tvær voru eftir.
Í samtali við golf.is á sunnudaginn sagðist hinn tvítugi Egill Ragnar hafi notið þess að spila þrátt fyrir erfiðar aðstæður. �??�?etta var æðislegt ég naut þess virkilega að spila. �?að var mjög blautt í morgun og svolítið erfitt að kljást við þungan völlinn en veðrið skánaði eftir hádegið og svo var þetta orðið mjög gott í endann.�??
Guðrún Brá tók í svipaðan streng. �??Við fengum sýnishorn af því sem íslensk veðrátta býður upp á á þessu Íslandsmeistaramóti. Grenjandi rigningu í dag, sjúklega gott verður á laugardaginn og meira að segja haglél á föstudaginn. �?etta slapp þó í morgun af því að það var enginn vindur.�??